Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 23:54 Justin Webster og eiginkona hans Ashleigh. Dóttir þeirra, Ivy, var ein þeirra sem var myrt. AP/Sean Murphy Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00
Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38