Alexander-Arnold skilar alltaf góðu hlutverki sóknarlega úr hægri bakverðinum en varnarlega hefur hann þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir lélegan varnarleik.
Sendingar hans fram völlinn hafa skapað mikinn usla og gengi Liverpool hefur verið betra sömuleiðis.
.@TrentAA doing Trent Alexander-Arnold things pic.twitter.com/XBa9ddFPvX
— Premier League (@premierleague) May 3, 2023
„Við höfum alltaf vitað að hann getur spilað þetta hlutverk. Þetta snýst ekki um hann sem leikmann heldur um skipulag liðsins. Það þarf að æfa þetta og setja þetta upp,“ segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í samtali við Sky Sport, um hið nýja hlutverk Arnold.
Ekki nóg með að Alexander-Arnold hafi lagt upp þessi sex mörk, þá hefur hann stjórnað miklu í sóknarleik Liverpool. Áætlaðar stoðsendingar, sköpuð færi og sendingar á vallarhelmingi andstæðingsins eru þættir sem hafa rokið upp eftir hið breytta hlutverk.
„Ég nýt þessa hlutverks vel. Ég er ekkert ofar á vellinum. Það er ekki eins og ég sé að koma mér inn í vítateiginn að skora mörk. Þetta snýst meira um að koma mér miðsvæðis og vera meira í boltanum. Ég nýt þess að komast í boltann og vera skapandi á miðsvæðinu,“ segir Arnold í samtali við Sky Sport.
Liverpool mætir Fulham í kvöld klukkan 19:00. Bein textalýsing verður á Vísi.