Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 08:43 Handritshöfundar með kröfuspjöld við Paramount-kvikmyndaverið í síðasta verkfalli þeirra árið 2007. Það verkfall stóð yfir í hundrað daga fram á árið 2008 og hafði mikil áhrif á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. AP/Nick Ut Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira