Innlent

Féll í klettunum við Kleifar­­vatn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Í nótt féll maður í klettum við Kleifarvatn og svaraði félögum sínum illa á eftir. Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og maðurinn sóttur. Hann reyndist töluvert lemstraður og með höfuðáverka. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Munu níu manns hafa komið að útkallinu sem tók um eina og hálfa klukkustund. 

Þetta var ekki eina verkefni slökkviliðsins því í gær var farið í 82 sjúkraflutninga og fóru dælubílar í fjögur útköll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×