Innlent

Til­kynnt um reyk í til­rauna­stöðinni að Keldum

Árni Sæberg skrifar
Tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöð ðar Háskóla Íslands að Keldum.
Tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöð ðar Háskóla Íslands að Keldum. Facebook/Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum

Allt tiltækt slökkvilið var sent að Keldum í Reykjavík eftir að tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum.

Þetta segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Hann segir tvö reykkafaralið vera farin inn í húsið og að verið sé að hefja reyklosun. 

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver upptök reyksins eru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×