Innlent

Flottustu myndir ársins opinberaðar í miðbæ Reykjavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá uppsetningu sýningarinnar í vikunni.
Frá uppsetningu sýningarinnar í vikunni. Anton Brink

Sýningin Myndir ársins 2022 verður opnuð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Veitt verða verðlaun fyrir fréttamyndir ársins.

Sýningin er samstarfsverkefni safnsins og Blaðaljósmyndarafélags Íslands. 

„Þetta samstarf hefur verið báðum aðilum mikils virði og gengið vel í alla staði. Þetta er í fjórða sinn sem þessi viðburður er haldinn á Ljósmyndasafninu og að þessu sinni án allra Covid-takmarkana, svo öll eru hjartanlega velkomin,“ segir Guðbrandur Benediktsson safnstjóri.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar. 

„Það er safninu mikið kappsmál að starfsemin nái til bæði fagmanna á sviði ljósmyndunar og alls almennings sem hefur áhuga á miðlinum, íslenskri ljósmyndun og sögu til heilla. Það er því mikil tilhlökkun fyrir þessari árlegu uppskeruhátíð á sviði íslenskrar ljósmyndunar, ef svo má að orði komast,“ segir Guðbrnadur. 

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri Menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar mun opna sýninguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×