Fótbolti

Eyjakonur fá kýpverska landsliðskonu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marinella Panayiotou er gengin til liðs við ÍBV.
Marinella Panayiotou er gengin til liðs við ÍBV. Oliver Hardt - UEFA/UEFA via Getty Images

ÍBV hefur hefur samið við kýpversku landsliðskonuna Marinella Panayiotou um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu.

Panayiotou er 27 ára gamall sóknarmaður sem var síðast á mála hjá ítalska liðinu Arezzo. Þar áður lék hún með Vllaznia Shkoder frá Albaníu.

Panayiotou hefur þó leikið stærstan hluta ferilsins í heimalandinu, en alls á hún að baki 117 leiki í kýpversku deildinni þar sem hún hefur skorað hvorki fleiri né færri en 125 mörk fyrir Barcelona FA og Omonia.

Þá á hún einnig að baki tíu leiki fyrir kýpverska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×