Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 11:59 Sýn/ Ívar Fannar Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28