Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2023 11:28 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent