Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2023 11:28 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent