Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. apríl 2023 21:15 Martyna segir að pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli. Vísir/SteingrímurDúi Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels