Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 16:51 Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina segir að vera RÚV á auglýsingamarkaði hafa verið pólitískt bitbein undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira