Stjórnvöld á Indlandi mótmæla harðlega hjónbandi samkynja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 12:24 Aðgerðasinnar og baráttufólk bindur vonir við hæstarétt landsins. epa/Harish Tyagi Stjórnvöld á Indlandi hafa sett sig harðlega upp á móti umleitan hinsegin fólks til að fá að gangast í hjónaband. Málið hefur ratað til hæstaréttar landsins, sem hefur áður úrskurðað gegn vilja stjórnvalda og felldi til að mynda úr gildi bann gegn samkynhneigð árið 2018. Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian. Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian.
Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira