Sá ekki viljann til að skora þriðja eða fjórða markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 23:01 Mikel Arteta var ekki ánægður eftir annað jafnteflið í röð. vísir/Getty Mikel Arteta var heldur súr er hann ræddi við blaðamenn eftir að lið hans, Arsenal, hafði misst niður tveggja marka forystu í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira