Innlent

Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlmaður lést í alvarlegu vinnuslysi á föstudag.
Karlmaður lést í alvarlegu vinnuslysi á föstudag.

Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942.

Hann lést þegar bíll hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.

Sjá einnig: Hinn látni karlmaður um áttrætt

Samkvæmt Mbl.is lætur Ólafur eftir sig eiginkonu, börn, barna­börn og barna­barna­börn.

Í færslu á Facebooksíðu Sjóve, Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja, segir að Ólafur hafi lengi stundað sjóstangveiðar og þekkin hans á hafsvæðinu í Vestmannaeyjum hafi verið gífurlega mikil. Aðrir veiðimenn sem fóru með honum á bát hafi alltaf verið ánægðir með aflabrögð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×