Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuðpaur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 12:16 Sigurður Bragason hafði búið í Brasilíu um nokkurt skeið. Hann lést ytra á meðan á rannsókn lögreglu stóð. Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu. Umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar á miðvikudagsmorgun voru liður í því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Líkt og áður hefur komið var var einn þeirra tuttu og sex sem voru handteknir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Lést í febrúar úr krabbameini Nú hefur komið í ljós að Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem stóð til að handtaka heldur hafði einnig verið gefin út handtökuskipun á hendur öðrum Íslendingi sem var búsettur í Rio de Janeiro. Sá maður lést hinsvegar í febrúar eftir skammvinn veikindi. Hann hét Sigurður Bragason, var 48 ára gamall og hafði búið í Brasilíu í fjögur ár þegar hann lést. Í viðtali við Vísi í febrúar greindi systir Sigurðar frá því að í ágúst í fyrra hefði hann greinst með heilaæxli. Þegar viðtalið birtist lá Sigurður banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Hann lést daginn eftir að viðtalið birtist. Efnt var til söfnunar til styrktar fjölskyldunni þar sem veikindi Sigurðar auk vatnstjóns á húsi þeirra hafði að sögn systur hans sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Ekki er ljóst hvert hlutverk Sigurðar var í málinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki höfuðpaur líkt og Sverrir Þór er grunaður um að vera. Hann hefur þó áður komið við sögu í slíkum málum, verið vitni og var sýknaður í stóru fíkniefnamáli fyrir tuttugu árum. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti. Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar á miðvikudagsmorgun voru liður í því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Líkt og áður hefur komið var var einn þeirra tuttu og sex sem voru handteknir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Lést í febrúar úr krabbameini Nú hefur komið í ljós að Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem stóð til að handtaka heldur hafði einnig verið gefin út handtökuskipun á hendur öðrum Íslendingi sem var búsettur í Rio de Janeiro. Sá maður lést hinsvegar í febrúar eftir skammvinn veikindi. Hann hét Sigurður Bragason, var 48 ára gamall og hafði búið í Brasilíu í fjögur ár þegar hann lést. Í viðtali við Vísi í febrúar greindi systir Sigurðar frá því að í ágúst í fyrra hefði hann greinst með heilaæxli. Þegar viðtalið birtist lá Sigurður banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Hann lést daginn eftir að viðtalið birtist. Efnt var til söfnunar til styrktar fjölskyldunni þar sem veikindi Sigurðar auk vatnstjóns á húsi þeirra hafði að sögn systur hans sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Ekki er ljóst hvert hlutverk Sigurðar var í málinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki höfuðpaur líkt og Sverrir Þór er grunaður um að vera. Hann hefur þó áður komið við sögu í slíkum málum, verið vitni og var sýknaður í stóru fíkniefnamáli fyrir tuttugu árum. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti.
Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47
Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49
Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35