Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 11:11 Handtaka Sverris í Rio de Janeiro í gærmorgun. TV Globo Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar. Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar.
Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12