Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 18:48 Lögreglubílar loka vegum í kringum heimili ungs manns sem er grunaður um að leka háleynilegum gögnum í Massachusetts í dag. AP/Michelle R. Smith Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak. Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak.
Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira