Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 15:53 Hér má sjá Cory Galloway þegar hann og Nickolas Wilt nálgast bankann. AP/Lögreglan í Louisville Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Sjá meira
Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Sjá meira