Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2023 10:07 Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. Samsett „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira