Hinn látni karlmaður um áttrætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2023 11:49 Skipverjar kölluðu strax eftir aðstoð þegar þeir sáu bíl fara í sjóinn. Aðsend Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“ Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“
Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24