Erlent

Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur hermaður á víglínunni við Bakhmut.
Úkraínskur hermaður á víglínunni við Bakhmut. (AP Photo/Libkos)

Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í leyniskjölunum frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem lekið var á dögunum og hafa vakið mikla athygli.

Enn er óljóst hver lak skjölunum en þau virðast staðfesta það sem marga sérfræðinga hefur grunað að Úkraínumenn njóti aðstoðar á vígvellinum í baráttu sinni við Rússa frá erlendum sérsveitarmönnum. Samkvæmt skjali sem dagsett er 23. mars síðastliðinn segir að Bretar séu með flesta slíka hermenn í landinu, fimmtíu talsins. Lettar eru með sautján, Frakkar fimmtán, Bandaríkjamenn fjórtán og Hollendingar einn. Ekki kemur fram í skjalinu hvað þessir sérsveitamenn eru að gera í Úkraínu eða hvar þeir eru staðsettir.

Fastlega er búist við að þessi uppljóstrun veki hörð viðbrögð frá Rússum sem oftsinnis hafa sakað NATO um óeðlileg afskipti af stríðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×