Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 07:50 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var gert vart um lekann fyrir helgi. AP/Manuel Balca Ceneta Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. „Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar. Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
„Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar.
Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira