Munu rannsaka olnbogaskot aðstoðardómarans á Robertson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:31 Skotanum Andrew Robertson var heitt í hamsi. Nick Potts/Getty Images Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, PGMOL, hafa hrint af stað rannsókn á atviki sem átti sér stað í leik Liverpool og Arsenal. Annar af aðstoðardómurum leiksins virtist gefa Andrew Robertson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot. Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36
Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15