Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 22:21 Hægra megin á myndinni má sjá nýja kórónutjáknið en vinstra megin má sjá hvernig Karl Bretakonungur lítur út með höfuðfat. Getty/Stuart C. Wilson Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01