Erlent

Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist lausnar úr embætti.
Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist lausnar úr embætti. EPA/MARTIN DIVISEK

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta.

Á fundi þeirra í morgun las Marin upp afsagnarbréf sitt þar sem hún óskaði eftir lausn frá embætti, bæði fyrir sig og ráðuneyti sitt. Niinistö varð við beiðni Marin en bað hana um að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn tæki við völdum.

Játaði ósigur og sagði af sér sem formaður

Í finnsku þingkosningunum sem fóru fram um síðustu helgi fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 43 þingmenn af tvö hundruð. Íhaldsflokkurinn Sambandsflokkurinn var atkvæðamestur og fékk 48 þingmenn en  þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn fékk 46 þingmenn. 

Eftir að úrslitin lágu fyrir játaði Sanna Marin ósigur og óskaði Petteri Orpo, formanni Sambandsflokksins, til hamingju með úrslitin. Hann mun leiða stjórnarmyndunarviðræður enda er hefðin sú að formaður atkvæðamesta flokksins verði forsætisráðherra.

Sanna Marin sagði einnig af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins og tilkynnti að hún myndi halda áfram sem óbreyttur þingmaður. Þá hefur hún lýst því yfir að hún muni ekki taka við ráðherraembætti jafnvel þó flokkur hennar myndi fara í ríkisstjórn, sem er að vísu talið ólíklegra en hitt.


Tengdar fréttir

Sanna hættir sem for­maður

Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 

Sanna viðurkennir ósigur

Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×