Sanna viðurkennir ósigur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 20:59 Sanna Marin hefur lotið í lægra haldi fyrir Petteri Orpo. KIMMO BRANDT/EPA-EFE Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum. Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent