Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

Jón Már Ferro skrifar
Keflavík lagði Fylki í Lautinni.
Keflavík lagði Fylki í Lautinni. Vísir/Diego

Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins. 

Leikurinn byrjaði fjörlega þegar Birkir Eyþórsson komst í fínt færi en Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Keflavíkur, sá við honum. Heimamenn voru sterkari aðilinn til að byrja með og það var eins og nýju leikmenn Keflavíkur þyrftu smá tíma til að slípa sig saman við liðið.

Bæði lið vörðust fyrir aftan miðju í fyrri hálfleik en sóknir Fylkis voru betri. Þeir náðu að ógna nokkrum sinnum með fínum skyndisóknum. Það skilaði árangri á 33.mínútu þegar Benedikt Daríus Garðarsson, kantmaður Fylkis, skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Vítaspyrnuna sótti, nýji framherji Fylkis, Pétur Bjarnason er hann var tæklaður klaufalega af Keflvíking. Heimamenn komnir yfir og örlítið betri þegar hér var komið við sögu.

Stuttu síðar fengu gestirnir dauðafæri eftir hornspyrnu hins danska Sami Kamel. Varnarmenn Fylkis björguðu á línu, þaðan barst boltinn til Ígnacio Heras Anglada en skot hans fór rétt framhjá marki heimamanna.

Ekkert var skorað það sem eftir var af fyrri hálfleik. Heimamenn reyndu og reyndu að jafn leikinn án árangurs, þangað til á 74.mínútu þegar Sami Kamel skoraði með fallegu skoti utarlega í teig Fylkis. Keflavík sótti upp hægri kantinn, boltinn barst út til Kamel sem tók skotið í fyrsta framhjá Ólafi Kristófer í marki Fylkis. Nýji leikmaðurinn á minna á sig.

Eftir markið reyndu heimamenn að halda gestunum frá markinu. Það gekk ágætlega þangað til í uppbótartíma þegar Dagur Ingi Valsson skoraði sigurmarkið eftir frábæra sókn gestanna.

Af hverju vann Keflavík?

Gæði þeirra framarlega á vellinum skiluðu sér í tæpum en verðskulduðum sigri. Leikmenn Fylkis virtust mjög þreyttir í lokinn og réðu ekki lengur við sóknarleik Keflvíkinga.

Hverjir stóðu upp úr?

Hinn Danski 29 ára gamli kantmaður Sami Kamel var frábær sóknarlega í dag og sýndi gæði sín þegar hann skrúfaði boltann í bláhornið í jöfnunarmarki Keflvíkinga. Hann tók föstu leikatriði Keflvíkinga sem sköpuðu nokkrum sinnum hættu við mark Fylkis. Hann gaf Keflavík ró sóknarlega vegna þess að hann hélt gríðarlega vel í boltann oft á tíðum. 

Sami Kamel reynir að koma boltanum framhjá Ólafi Kristófer Helgasyni, markmanni Fylkis.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ
Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, ver skot Sami Kamel.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ

Hvað gekk illa?

Heimamönnum gekk illa að halda í boltann og féllu sífellt aftar á völlinn. Það gaf gestunum tækifæri á að halda pressu ofarlega á vellinum sem skilaði sér í sigurmarkinu.

Annað hvort var hluti af leikskipulagi Fylkis að falla aftarlega á völlinn varnarlega eða það var vegna þreytu. 

Hvað gerist næst?

Fylkir spilar við Víking á Víkingsvellinum sunnudaginn 16.apríl klukkan 17:00.

Keflavík fær KR í heimsókn í Nettóhöllina laugardaginn 15.apríl klukkan 14:00.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira