Innlent

Heilsu­gæslu­stöðvar lokaðar um páskana en hægt að fá ráð­gjöf í síma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stöðvarnar verða lokaðar en símaþjónustan opin.
Stöðvarnar verða lokaðar en símaþjónustan opin.

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar yfir páskana, frá skírdegi og fram yfir annan í páskum. Þetta eru dagarnir 6. til 10. apríl.

Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður hins vegar opin milli klukkan 8 og 22 alla daga yfir páskana og þar verður bæði veitt þjónusta í síma 513-1700 og í gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.

Skilaboð sem send eru í gegnum Heilsuveru verða ekki lesin yfir páskana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×