Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2023 20:23 Skotárásin var framin skömmu eftir áramót í Richneck grunnskólanum. BILLY SCHUEMAN/AP Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31