Innlent

Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð hefur verið um ofanflóð á Austfjörðum síðustu daga.
Nokkuð hefur verið um ofanflóð á Austfjörðum síðustu daga. Getty/Feifei Cui-Paoluzzo

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni og bætast firðirnir þar með í hóp með Stöðvarfirði, Eskifirði og Neskaupstað en hættustigi og öllum rýmingum var einnig aflétt þar fyrr í dag. 

Ofanflóð hafa fallið nokkuð víða á Austfjörðum síðustu daga og var því hættustigi lýst yfir. Greint var frá því fyrr í dag að björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk væri á leið aftur til sín heima. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum vegna snjóflóða sem féllu þar í vikunni.

Fréttin var uppfærð klukkan 19:45 með upplýsingum um afléttingu á Seyðisfirði.


Tengdar fréttir

Aflétta öllum rýmingum á Stöðvarfirði og Eskifirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóða á Stöðvarfirði og Eskifirði og aflétta öllum rýmingum á svæðinu. Fyrr í dag var öllum rýmingum aflétt í Neskaupstað og tilkynnt um afléttingar á vissum svæðum á Seyðisfirði.

Rýmingu af­létt

Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.