Erlent

Þrír látnir eftir snjó­flóð í Noregi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þrír létust í snjóflóði í Lyngen, á sama stað, fyrir ári síðan. Myndin er úr safni.
Þrír létust í snjóflóði í Lyngen, á sama stað, fyrir ári síðan. Myndin er úr safni. EPA-EFE/Marius Hoe

Þrír eru látnir eftir tvö aðskilin snjóflóð í norðurhluta Noregs. Þrjú stærri snjóflóð féllu í landshlutanum í dag.

Fimm í hópi ítalskra ferðamanna lentu undir í snjóflóði í Lyngen um hádegisbil í dag. Einn lést og annar slasaðist alvarlega. Þrír eru ekki taldir vera alvarlega slasaðir. 

Borgarstjóri Lyngen segir að ekki hafi tekist að senda þyrlu á vettvang vegna veðurs. Þegar birti til barst tilkynning um snjóflóð í Reinøya, skammt frá Lyngen, þar sem tveir létust. Snjóflóðið þar reif upp bóndabæ og nokkrar byggingar urðu undir.

Í Kåfjord féll einnig öflugt snjóflóð en greint er frá því að enginn hafi orðið undir. Hins vegar er talið að flóðið hafi lent á stappfullri hlöðu, sem í voru hundrað dýr. 

Borgarstjóri í Kåfjord segir að enn sé margt óljóst. Koma þurfi mat og birgðum yfir til dýranna og þá er talið að átta íbúar séu innilokaðir vegna flóðsins. Verið sé að meta aðstæður vegna áframhaldandi snjóflóðahættu. VG greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×