Fótbolti

Brott­tekstur Arnars vekur at­hygli í er­lendum fjöl­miðlum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Þór Viðarssin með Birki Bjarnasyni eftir lansleik á móti Rúmeníu í undankeppni HM.
Arnar Þór Viðarssin með Birki Bjarnasyni eftir lansleik á móti Rúmeníu í undankeppni HM. Getty/Alex Nicodim

Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu.

„Landsliðsþjálfari Íslands fær sparkið eftir stórsigur“ segir í fyrirsögn á frétt á TV2 í Danmörku.

Brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar vekur athygli út fyrir landsteinana.

Reuters fjallar um málið og margir erlendir miðlar hafa birt þá frétt.

Það vekur auðvitað sérstaka athygli erlendis að þjálfari missi starfið segir sögulegan stórsigur.

Arnar Þór var rekinn aðeins nokkrum dögum eftir að hafa stýrt liðinu til 7-0 sigurs á Liechtenstein í undankeppni EM.

Ísland hefur aldrei áður unnið stærri sigur í mótsleik en það dugði ekki Arnari að halda sæti sínu.


Tengdar fréttir

Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót.

Arnar Þór rekinn

Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Hver á að taka við landsliðinu?

Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×