Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:54 Landspítalinn segist ekki hafa átt neinn þátt í tilvísun blóðrannsóknar á vegum Greenfit. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira