„Mér finnst þetta bara óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2023 22:01 Sigga Dóra fór í mælingu hjá Greenfit fyrir þremur árum síðan. vísir Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis. Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00