Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 06:58 Muratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021. epa/Maxim Shipenkov „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira