Erlent

Fyrstu hvolparnir í 70 ár

Máni Snær Þorláksson skrifar
Talið er að hvolparnir hafi fæðst fyrir fimm dögum síðan.
Talið er að hvolparnir hafi fæðst fyrir fimm dögum síðan. Twitter

Fjórir blettatígurshvolpar fæddust í Indlandi á dögunum. Um er að ræða fyrstu blettatígurshvolpa sem fæðast í landinu í 70 ár. Tegundin var skráð útdauð í landinu á sjötta áratug síðustu aldar.

Bhupender Yadav, umhverfismálaráðherra Indlands, greindi frá fæðingunni á samfélagsmiðlinum Twitter. Yadav segist vera himinlifandi og að um þýðingarmikinn atburð sé að ræða.

Þá óskaði hann Project Cheetah, teyminu sem hefur séð um að byggja upp stofn dýrsins í Indlandi að nýju, til hamingju með að hafa náð góðum árangri í að leiðrétta mistök fortíðarinnar.

Blettatígrar voru skráðir útdauðir í Indlandi árið 1952. Það má rekja til mikilla veiða á tegundinni, eyðileggingu á umhverfi þeirra og skorts á fæði.

Talið er að hvolparnir hafi fæðst fyrir fimm dögum síðan en fyrst var tekið eftir þeim í dag. Í grein BBC um málið kemur fram að blettatígursmóðurinni og hvolpunum heilsast vel



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×