Innlent

Harður árekstur á Fagradal

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og Íslendingar í hinum.
Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og Íslendingar í hinum. Sigurjón Ólason

Tveggja bíla árekstur varð í Fagradal á Austurlandi fyrr í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Að sögn lögreglunnar á Austurlandi komu bílarnir tveir úr gagnstæðri átt og um nokkuð harðan árekstur var að ræða.

Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og Íslendingar í hinum. Minniháttar slys urðu á ökumanni og farþega í öðrum bílnum.

Frá vettvangi.Sigurjón Ólason

Annar bíllinn er ónýtur og hinn er mikið skemmdur. Bílarnir voru fluttir af vettvangi með kranabíl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.