Fótbolti

Öruggur sigur skaut Íslandi á EM: Myndir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega í leikslok. Vísir/Hulda Margrét

Orri Steinn Óskarsson og Hilmir Mikaelsson skoruðu mörk U19 ára landsliðs Íslands er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Ungverjum í undankeppni EM í kvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti á lokamóti EM sem fram fer á Möltu í júlí.

Eftir 2-2 jafntefli gegn Tyrkjum í fyrsta leik sjöunda riðils og óvæntan 1-0 sigur gegn Englendingum siðastliðinn laugardag var ljóst að sigur gegn Ungverjum í kvöld myndi tryggja íslenska liðinu farseðilinn á EM, sama hver úrslitin úr leik Englands og Tyrklands yrðu.

Orri Steinn Óskarsson fyrra mark leiksins þegar hann kom íslenska liðinu í forystu þegar um 25 mínútur voru til leiksloka áður en Hilmir Mikaelsson tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Íslands og liðið er á leið á EM í júlí, en lið á borð við England sitja eftir með sárt ennið.

Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


×