Innlent

Grunur beinist að göngumönnum í Hnappadal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Loftmynd af gróðureldinum við Eldborg.
Loftmynd af gróðureldinum við Eldborg. Hermann Unnarsson

Slökkvistarfi er að ljúka eftir að gróðureldur kviknaði við Eldborg í Hnappadal. Verið er að senda björgunarsveitir sem kallaðar voru til til baka.

Tilkynning um eldinn barst upp úr klukkan þrjú í dag. Það tók slökkviliðsmenn nokkurn tíma að mæta á vettvang þar sem ekki var hægt að komast þangað á tækjum, heldur þurftu þeir að fara gangandi.

Útlit er fyrir að allt að tveir hektarar hafi brunnið, samkvæmt Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra í Borgarnesi, en gróður á svæðinu er skraufþurr, eins og víða annarsstaðar.

Nokkur viðbúnaður var á svæðinu.Þóra Sif Kópsdóttir

Grunur beinist að göngumönnum sem voru á ferð um svæðið en ekki er staðfest að þeir hafi kveikt eldinn. Fólk er beðið um að sýna ítrustu aðgát á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×