Mike Pence, sem var varaforseti í forsetatíð Trump, mælist með 7 prósent fylgi á landsvísu og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuð þjóðirnar, með 5 prósent.
Trump og Haley hafa þegar tilkynnt um framboð en hvorki DeSantis né Pence.
Kannanir sýna að þegar valið stendur á milli tveggja, þeirra Trump og DeSantis, hefur DeSantis 8 prósentu forskot á Trump í Iowa, þar sem forkosningar fara fram í febrúar 2024, og í New Hampshire eru þeir jafnir.
Ef fleiri standa kjósendum úr röðum Repúblikana til boða mælast Trump og DeSantis hins vegar jafnir í Iowa og Trump með 12 prósent forskot í New Hampshire.
Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að möguleikar Trump á því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins aukast því fleiri sem frambjóðendurnir eru. Hann virðist halda sínu fylgi en hinir skipta þeim á milli sín sem hugnast ekki Trump eða eru óákveðnir.