Táningurinn Evan Ferguson hjá Brighton er sagður á innkaupalistanum sem og auðvitað Victor Osimhen hjá Napoli.
Nú er hins vegar kominn nýtt nafn á þennan lista samkvæmt fréttum frá Danmörku.
Þar erum við að tala um Rasmus Hojlund, framherja Atalanta. Ekstra Bladet segir að United hafi áhugi á þessum tvítuga danska landsliðsmanni. Það fylgir sögunni að strákurinn var mikill stuðningsmaður United þegar hann var yngri.
Rasmus Højlund | Manchester United have concrete interest in hat-trick hero
— Sport Witness (@Sport_Witness) March 25, 2023
Player is a huge fan of #MUFC
Would love move to Old Traffordhttps://t.co/EffBBAJOVz pic.twitter.com/ZwobSfgWyZ
Það er óhætt að segja að Hojlund hafi minnt á sig í þessum landsliðsglugga þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri í byrjunarliði landsliðsins.
Hojlund skoraði fyrst þrennu á móti Finnlandi og svo tvö mörk á móti Kasakstan. Hojlund hefur skorað 7 mörk í 23 leikjum í Seríu A á þessari leiktíð.
Hojlund er 191 sentimetrar á hæð og hans leik hefur verið líkt við Erling Braut Haaland. Hann kom til ítalska félagsins frá austurríska félaginu Sturm Graz síðasta haust og er með samning til 2027.
In his first starts for Denmark, Rasmus Hojlund scored 5 goals, 100% of their goals in Euro qualifying so far.
— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 26, 2023
He said in January: "Now that you ask, I will not hide the fact that I am a huge Manchester United fan.
Erik Ten Hag's new 20-year-old superstar pic.twitter.com/MifHBLhzJe