Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Vísir Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55
Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55