Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Vísir Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55
Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55