„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 19:30 Yngvi Snær Bjarnason var að tefla heima hjá sér þegar hann heyrði sprengingu. Stöð 2 „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52