Erlent

Hættir við konung­lega heim­sókn vegna ó­róans í Frakk­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmæli vegna eftirlaunabreytinga Macron hófust í janúar en hafa harðnað verulega eftir að þeim var þvingað í gegn í síðustu viku.
Mótmæli vegna eftirlaunabreytinga Macron hófust í janúar en hafa harðnað verulega eftir að þeim var þvingað í gegn í síðustu viku. AP/Aurelien Morissard

Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest.

Frakkland hefur logað í mótmælum og uppþotunum undanfarnar vikur vegna umdeildra áforma Macron um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64. Forsetinn þvingaði breytingar í gegn fram hjá þinginu í síðustu viku. Mótmælendur báru meðal annars eld að ráðhúsinu í Bordeaux í gærkvöldi.

Heimsókn Karls konungs í París og Bordeaux átti að hefjast á sunnudag. Eftir að mótmælendur boðuðu til enn frekari aðgerða á þriðjudag í næstu viku var ákveðið að heimsóknin skyldi bíða betri tíma. Í yfirlýsingu bresku konungshallarinnar var vísað til „ástandsins í Frakklandi,“ að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Skrifstofa Macron segir að heimsókninni verði fundinn nýr tími sem fyrst þegar hægt verði að taka á móti Karli konungi við aðstæður sem séu í samræmi við vinasamband þjóðanna tveggja.


Tengdar fréttir

Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux

Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.