Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 12:11 Skjáskot úr hryllingsmyndinni Winnie the Pooh: Blood and Honey. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. AP/ITN Studios Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum VII Pillars Entertainment, dreifingaraðila myndarinnar, að sýning hennar hafi einnig verið bönnuð í Macao í Kína. Þeir sögðu ekki hafa fengið neina ástæðu fyrir því að sýningarnar hafi verið stöðvaðar en til stóð að sýna myndina í um þrjátíu kvikmyndahúsum í Hong Kong. Hætt var við forsýningu í gær vegna „tæknilegra ástæðna“ en til stóð að frumsýna myndina í gær. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. Yfirvöld í Kína hafa lengi verið ósátt við Bangsímon en Xi Jinping, forseti Kína, þykir líkur bangsanum viðkunnalega. Árið 2018 var Bangsímon bannaður í Kína vegna þess að fólk var að gera grín að Xi og bera hann saman við teiknimyndabjörninn. Uppruna þessa gríns má rekja til myndar frá 2013 af Xi og Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hong Kong var bresk nýlenda til ársins 1997 þegar Bretar gerðu samkomulag við Kína um að taka við stjórn eyjunnar. Því samkomulagi fylgdi skilyrði um að lýðræði Hong Kong og réttindum íbúa yrði viðhaldið áfram. Nokkur ár eru síðan það breyttist í Hong Kongo en Kommúnistaflokkur Kína hefur komið á ströngum öryggislögum og dregið verulega úr lýðræði á eyjunni. Einn viðmælandi AP, prófessor við kvikmyndadeild háskóla í Hong Kong, segir að tilfellum þar sem sýning kvikmynda vegna ritskoðunar hafi verið bönnuð, hafi fjölgað á undanförnum árum. Hingað til hafi það að mestu beinst að sjálfstætt framleiddum stuttmyndum. Bíó og sjónvarp Kína Hong Kong Tengdar fréttir Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28 Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum VII Pillars Entertainment, dreifingaraðila myndarinnar, að sýning hennar hafi einnig verið bönnuð í Macao í Kína. Þeir sögðu ekki hafa fengið neina ástæðu fyrir því að sýningarnar hafi verið stöðvaðar en til stóð að sýna myndina í um þrjátíu kvikmyndahúsum í Hong Kong. Hætt var við forsýningu í gær vegna „tæknilegra ástæðna“ en til stóð að frumsýna myndina í gær. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. Yfirvöld í Kína hafa lengi verið ósátt við Bangsímon en Xi Jinping, forseti Kína, þykir líkur bangsanum viðkunnalega. Árið 2018 var Bangsímon bannaður í Kína vegna þess að fólk var að gera grín að Xi og bera hann saman við teiknimyndabjörninn. Uppruna þessa gríns má rekja til myndar frá 2013 af Xi og Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hong Kong var bresk nýlenda til ársins 1997 þegar Bretar gerðu samkomulag við Kína um að taka við stjórn eyjunnar. Því samkomulagi fylgdi skilyrði um að lýðræði Hong Kong og réttindum íbúa yrði viðhaldið áfram. Nokkur ár eru síðan það breyttist í Hong Kongo en Kommúnistaflokkur Kína hefur komið á ströngum öryggislögum og dregið verulega úr lýðræði á eyjunni. Einn viðmælandi AP, prófessor við kvikmyndadeild háskóla í Hong Kong, segir að tilfellum þar sem sýning kvikmynda vegna ritskoðunar hafi verið bönnuð, hafi fjölgað á undanförnum árum. Hingað til hafi það að mestu beinst að sjálfstætt framleiddum stuttmyndum.
Bíó og sjónvarp Kína Hong Kong Tengdar fréttir Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28 Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57