Erlent

Kín­verskur milljarða­mæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Xiao Jianhua mun þurfa að dúsa í fangelsi í þrettán ár og greiða stærstu sekt í sögu Kína.
Xiao Jianhua mun þurfa að dúsa í fangelsi í þrettán ár og greiða stærstu sekt í sögu Kína. Kínverski háskólinn í Hong Kong

Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína.

Jianhua er forstjóri fyrirtækisins Tomorrow Holdings en ofan á fangelsisdóm hans var fyrirtækið hans dæmt til að greiða 55 milljarða kínverskra júan, rúmlega þúsund milljarða króna, í sekt. Um er að ræða hæstu sekt í sögu Kína.

Að sögn dómara hafði Jianhua skemmt fjármálastöðugleika landsins og skaðað fjárhagslegt öryggi ríkisins.

Á tuttugu ára tímabili 2001 til 2021 hafði Jianhua gefið ráðamönnum og öðrum opinberum starfsmönnum í Kína hlutabréf, fasteignir, reiðufé og aðrar eignir gegn því að fyrirtæki hans yrði ekki rannsakað af yfirvöldum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.