Enski boltinn

Félög eins og Liverpool gætu fengið Gavi frítt í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gavi og félagar í Barcelona  er á góðri leið með því að tryggja sér spænska meistaratitilinn en hér er hann í leik á móti Real Madrid.
Gavi og félagar í Barcelona  er á góðri leið með því að tryggja sér spænska meistaratitilinn en hér er hann í leik á móti Real Madrid. Getty/Alex Caparros

Spænska undrabarnið Gavi gæti yfirgefið Barcelona í sumar vegna þess að spænska félaginu ætlar ekki að takast að fullgilda nýjan risasamning hans.

Það lítur út fyrir að Liverpool sé að missa af Jude Bellingham lestinni en á sama tíma aukast líkurnar á því að félagið geti nælt í hinn átján ára gamla spænska miðjumann Gavi.

Gavi hefur þegar stimplað sig inn hjá bæði Barcelona og spænska landsliðinu og það leit út fyrir að hann ætti sér mjög bjarta framtíð hjá Katalóníufélaginu.

Gavi ætlaði sér líka að vera áfram leikmaður Barcelona og hafði skrifað undir nýjan samning með uppkaupsákvæði upp á einn milljarð evra eða um 151 milljarð íslenskra króna.

Málið er að Barcelona gat ekki staðfest samninginn vegna slæmrar rekstrarstöðu félagsins. Þeir fengu ekki tilskilin leyfi hjá spænska knattspyrnusambamdinu þar sem þeir eru yfir launaþakinu.

Barcelona reyndi að áfrýja þeim úrskurði en henni var nú síðast vísað frá.

Gavi er áfram á unglingasamningi en hann rennur út í sumar. Hann má því spila með Barcelona fram á vor þótt að félagið geti ekki framlengt við hann.

Takist Barcelona ekki að ganga frá hans málum fyrir 30. júní þá getur strákurinn farið frítt og það er vitað af miklum áhuga hjá Liverpool sem vantar nauðsynlega ferskar fætur inn á miðjuna.

Liverpool er hins vegar ekki eina félagið sem hefur áhuga á þessum frábæra unga leikmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×