Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 23:36 Langþreyttum foreldrum er sama um hönnunarverðlaun leikskóla borgarinnar á meðan börn þeirra fá ekki pláss inni á þeim. samsett Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00