Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Snorri Másson skrifar 2. október 2022 20:01 Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00